Brownies með mjúkri karamellufyllingu
Uppskrift
Leiðbeiningar
BROWNIES
Hitið ofninn í 180°C.
Ristið valhneturnar á bökunarplötu í 6-7 mínútur.
Takið hneturnar úr ofninum, grófsaxið þær og geymið.
Klæðið bökunarmót, 23 x 33 sm að stærð, að innan með þykkum álpappír.
Gætið þess að láta pappírinn ná upp á brúnirnar.
Smyrjið álpappírinn ríflega með smjöri.
Bræðið smjör í potti.
Takið pottinn af hitanum, setjið súkkulaðið út í og hrærið þar til það hefur bráðnað og samlagast smjörinu.
Þeytið vel saman í hrærivél sykur, egg og vanilludropa þar til blandan verður létt og ljós.
Hellið síðan súkkulaðismjörinu út í og hrærið varlega saman.
Bætið að lokum hveiti og salti við og hrærið vel saman.
Hellið um helmingnum af deiginu í mótið og jafnið vel úr því (hinn helmingurinn bakast síðar).
Bakið kökuna í 12 mínútur, takið úr ofninum og látið hana kólna í aðrar 20 mínútur.
KARAMELLUFYLLING
Setjið karamellukurlið ásamt rjóma í pott og hitið varlega þar til kurlið bráðnar.
Takið pottinn af hitanum og hellið karamellurjómanum strax yfir kökuna.
Jafnið karamelluna með sleikju.
Sáldrið helmingnum af hnetunum og suðusúkkulaðidropunum yfir og setjið afganginn af kökudeiginu yfir.
Dreifið loks afganginum af suðusúkkulaðidropunum og hnetunum jafnt yfir deigið.
Bakið í miðjum ofninum í 25 mínútur.
Kælið kökuna alveg í mótinu, skerið í litla bita og berið fram með vanilluís eða rjóma.
Innihaldsefni
BROWNIES
150 g valhnetur
225 g smjör + smjör til að smyrja bökunarmótið
350 g Síríus 56% súkkulaði, grófsaxað
200 g sykur
4 stór egg
1 msk. vanilludropar
170 g hveiti
1⁄2 tsk. salt
KARAMELLUFYLLING
300 g Síríus karamellukurl
75 ml rjómi
150 g Síríus suðusúkkulaðidropar