Eplakaka með karamellukurli og súkkulaðirúsínum
Bökunartími
25 mín
Undirbúningstími
10 mín
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
Blandið saman höfrum, hveiti, púðursykri, salti og matarsóda.
Bætið út í olíu og eggjum, hrærið saman.
Bætið út í karamellukurli og súkkulaðirúsínum, hrærið saman.
Smyrjið eldfastmót sem er u.þ.b. 25 x 25 cm og smellið u.þ.b. 2/3 af deiginu í formið.
Skerið eplin í sneiðar og setjið í formið, dreifið restinni af deiginu yfir og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til hún er byrjuð að gyllast á litinn.
Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
180 g hafrar
200 g hveiti
170 g púðursykur
¼ tsk salt
1 tsk matarsódi
170 ml bragðlaus olía
2 egg
150 g Síríus sælkerabaksturs karamellukurl
150 g Síríus súkkulaðirúsínur
3 epli
Þeyttur rjómi eða vanilluís