Frönsk súkkulaðikaka með blautri miðju og tromp súkkulaðiís
Uppskrift
Leiðbeiningar
SÚKKULAÐIKÖKUR (4-6 KÖKUR)
Forhitið ofninn í 210°C (blástur).
Smyrjið form.
Saxið súkkulaði.
Bræðið smjör og saxað súkkulaðið saman við vægan hita.
Sigtið saman þurrefni.
Þeytið egg og eggjarauður saman í annarri skál.
Hellið eggjablöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið.
Hellið því næst deiginu í skál með bræddu súkkulaði og hrærið öllum hráefnunum vel saman.
Skiptið deiginu niður í hringlaga, eldfast mót og bakið við 210°C í 10 – 12 mínútur.
Ég bakaði mínar í nákvæmlega 12 mínútur og þær voru fullkomnar.
TROMP SÚKKULAÐIÍS
Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
Léttþeytið rjóma og hrærið saman við með sleikju.
Bræðið Síríus suðusúkkulaði, kælið svolítið og hellið saman við rjómablönduna.
Saxið niður rjómasúkkulaði með trompbitum og bætið út í ásamt vanilludropunum, hrærið vel saman.
Hellið ísblöndunni í form og setjið inn í frysti í nokkrar klukkustundir.
Berið fram með kökunni.
*Ofnar eru mjög misjafnir og mögulega þurfið þið aðeins minni eða meiri baksturstíma.
Ef þið viljið æfa ykkur þá mæli ég með því að baka eina köku í einu en með því getið þið fundið út hvaða tími er bestur í ykkar ofni.
Innihaldsefni
SÚKKULAÐIKÖKUR (4-6 KÖKUR)
120 g smjör
200 g Síríus suðusúkkulaði
30 g hveiti
60 g flórsykur
salt á hnífsoddi
2 eggjarauður
2 egg
TROMP SÚKKULAÐIÍS
5 eggjarauður
10 msk sykur
400 ml rjómi
150 g saxað Síríus suðusúkkulaði
1 tsk vanilludropar
150 g Síríus rjómasúkkulaði með trompbitum