Frönsk súkkulaðiterta með valhnetum

Frönsk Súkkulaðiterta

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Hitið ofn í 160°C .

Bræðið súkkulaði og smjör við hægan hita.

Takið af hitanum. Þeytið egg með sykri, þar til þau eru ljós og létt.

Blandið bráð saman við eggin á hægum hraða. Bætið valhnetum út í með sleif.

Setjið bökunarpappír í smelluform upp á brún.

Bakið kökuna í 1 klukkustund eða þar til hún hreyfist ekki til í miðjunni þegar formið er hrist.

Látið kólna á borði, hvolfið henni á tertudisk og setjið kremið á.

 

KREM
Hitið rjóma og Síríus suðusúkkulaði í vatnsbaði og dreifið yfir tertuna.

Skreytið með jarðarberjum og flórsykri

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

BOTN
300 g 56% Síríus súkkulaði
200 g smjör
4 egg
200 g sykur
50–100 g valhnetur, saxaðar


KREM
1 1⁄2 dl rjómi
200 g Síríus suðusúkkulaði
jarðarber
flórsykur