Frönsk pippsúkkulaðikaka

20220505121702 IMG 0932
Bökunartími
20 mínútur
Undirbúningstími
10 mínútur

Þessi franska Pippchocolate kaka er algjör sælkeradraumur. Mjúk og létt kakan bráðnar í munni og sameinast fullkomlega við djúpan, silkimjúkan súkkulaðibráð. Hvert lag er eins og fullkomin blanda af rjóma og súkkulaði, með léttum piparmyntukeim sem gefur kökunni einstaka ferskleika. Hver biti er unaðsleg upplifun sem lætur bragðlaukana dansa af ánægju. Þessi kaka er einfaldlega ómótstæðileg, hentar fullkomlega í hátíðleg tækifæri eða þegar þú vilt heiðra þig með ekta franskri sælkeraköku.

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Hitið ofninn í 180°C blástur.

Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin mjög létt og ljós, að lágmarki 5 mínútur. Setjið piparmyntudropana saman við og hrærið áfram í örstutta stund.

Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti við vægan hita. Þegar smjörið og súkkulaðið er bráðið saman, blandið því þá varlega saman við eggjaþeytinguna með sleikju

Að síðustu sigtið hveitið og kakóið saman út í blönduna og haldið áfram að blanda varlega saman með sleikjunni

Klæðið 24cm smelluform með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Bakið í miðjum ofni í 30 mín.

 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

200g hrásykur

4 stór egg

200g smjör

100g Siríus pralín með piparmyntufyllingu

100g Suðusúkkulaði frá Nóa

1 dl hveiti

1 msk kakó

1 tsk piparmyntudropar