Hafrabitar með súkkulaði
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
Setjið í skál haframjöl, hveiti, lyftiduft, kanil, vanillu próteinduft og kókosmjöl, blandið saman.
Setjið í aðra skál hunang, smjör og egg, blandið saman.
Hellið eggjablöndunni út í þurrefnablönduna og hrærið vel saman.
Skerið suðusúkkulaðið niður og bætið út í deigið.
Smjörpappírsklæðið 25×25 cm form og þrýstið deiginu í formið. Bakið í 20 mín.
Kælið, skerið í bita og dreifið örlitlu sjávarsalti yfir.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
250 g haframjöl
150 g hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
60 g vanillu próteinduft
70 g kókosmjöl
50 g hunang
200 g smjör
4 egg
150 g Síríus Suðusúkkulaði
Gróft sjávarsalt