Hindberja og appelsínukaka

Image00009

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Appelsínu Kökubotnar

Hitið ofninn á 170 c og smyrjið 3 kökuform með smjöri og bökunarpappír skífu í botninum og leggið til hliðar.

Þeytið saman í stórri skál smjör, olíu, sykur, appelsínubörk og vanilludropa þar til létt og
ljóst.

Hrærið síðan eggjum og súrmjólk saman við.

Í annarri skál hrærið saman hveiti, möndlumjöl, salt, matarsóda, og lyftiduft og blandið
síðan varlega við eggja-smjör blönduna.

Varist að hræra ekki of mikið því þá verður kakan of þétt í sér.

Hrærið síðan að lokum rétt svo með sleikju svo að allt hafið náðst að blandast saman.

Skammtið deiginu jafnt í kökuformin og bakið í 30-40 mín.

Leyfið kökunum síðan aðeins að kólna í 10 mín og fjarlægið þær þá úr formunum og
leyfið alveg að kólna.

Skrerið kúpta toppinn af kökunum og fjarlægið bökunarpappírinn eftir að kökurnar hafa kólnað og leggið til hliðar.

 

Létt hvítt súkkulaði krem

Hitið rjóma þar til hann byrjar rétt svo að krauma.

Hellið síðan yfir súkkulaðið og látið standa í 5 mín.

Hrærið saman með töfrasprota og leyfið síðan á kólna inn í ísskáp í 4 klst eða helst yfir nótt.

Hellið síðan blöndunni í stóra skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara þar til rjóminn verður stífur.

Færið yfir í sprautupoka og klippið endann af og setjið til hliðar fyrir samsetningu kökunnar.


Hinderja curd

Hrærið saman appelsínusafa, sykur, egg og eggjarauð í pott og bætið síðan hindberjunum út í og brytjið þau aðeins í minni bita.

Hrærið síðan stöðugt yfir lágum hita með písk þar til að mixtúran þykkist.

Takið síðan af hitanum og hellið í gegnum sigti í skál, hrærið síðan saman við smjör þar til það hefur bráðnað.

Leggið síðan plast filmu ofan á og kælið inn í ísskáp.

 

Sykraðar appelsínu til skrauts (valfrjálst)

Sjóðið saman sykur og vatn í stórri pönnu yfir miðlungs hita þar til sykurinn bráðnar og
blandan byrjar að búbbla.

Lækkið hitann svo að það létt kraumar. Leggið appelsínu sneiðarnar varlega ofan í og leyfið þeim að liggja í sýrópinu í u.þ.b. 15 mín á hverri hlið.

Passið að hafa mjög lágan hita svo að sykurinn verði ekki að karamellu.

Leggið síðan appelsínu sneiðarnar á bökunarplötu með bökunar pappír og bakið á 60 C í 1 klst.

Leyfið síðan alveg að kólna og notið síðar til að skreyta kökuna.


Samsetning (eins og sést á myndinni)

Leggið fyrstu kökuna á kökudisk og smyrjið smá af hvíta súkkulaðikreminu ofan á.

Sprautið síðan hring meðfram köntunum á kökunni með kreminu og fyllið síðan miðjuna með hindberja curdinu.

Leggið næsta lag af köku ofan á og endurtakið.

Dreifið síðan afganginum af kreminu yfir alla kökuna og sléttið vel á hliðunum og á toppnum með kökuspaða.

Litið það sem er eftir af kreminu með smá hindberja curdi og setjið í sprautu poka með stórum löngum stút.

Sprautið á kökuna að eigin vild og skreytið með ferskum hindberjum og sykruðum appelsínu sneiðum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Appelsínu kökubotnar

140 g smjör við stofuhita

60 g olía

400 g sykur

Börkur af 1 appelsínu

6 egg

300 g hveiti

100 g möndlumjöl

½ tsk matarsódi

½ tsk lyftiduft

½ tsk salt

 

Létt hvítt súkkulaði krem

300 g Nóa Síríus hvítt súkkulaði

500 g rjómi

½ tsk vanilla paste

 

Hindberja curd

1 egg

1 eggjarauða

50 g sykur

Safi úr ½ appelsínu

150 g hindber

70 g smjör

 

Sykraðar appelsínu til skrauts (valfrjálst)

2 dl sykur

2 dl vatn

1 appelsína skorin í þunnar sneiðar