Karamellufyllt ostakaka

Karamellufylltostakak

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Bræðið saman rjómakúlurnar ásamt 1 dl rjóma í potti.

Myljið hafrakexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli, blandið kakóinu saman við.

Bræðið smjörið og blandið því saman við kexblönduna.

Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, og smyrjið hringinn með smjöri. Klippið renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, og leggið upp að hliðunum. Setjið formið á kökudisk (passið að diskurinn komist í frysti).

Þrýstið kexblöndunni á kökudiskinn með kökuforminu og setjið í frysti. 

Hrærið rjómaostinn. Blandið flórsykrinum saman við. 

Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju. 

Hellið helmingnum af rjómaostablöndunni í formið, hellið rjómakúlusósunni í mjórri bunu yfir alla kökuna og dreifið varlega úr henni með skeið. Hellið svo restinni af rjómaostablöndunni yfir, sléttið toppinn á kökunni og setjið í frystinn. 

Takið kökuna úr frystinum 3-4 tímum áður en hún er borin fram og skreytið með karamellukurli.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

150 g nóa rjómakúlur
1 dl rjómi
250 g hafrakex
20 g Síríus kakóduft
80 g smjör
400 g rjómaostur
200 g flórsykur
500 ml rjómi
50 g karamellukurl