Karamellufyllt súkkulaðiterta með rjómaostakremi

Screenshot 2024 04 24 112814

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

Þeytið saman smjör (350 g) og sykur þar til létt og ljóst. Bætið þá eggjunum út í, einu í einu. Bætið þá vanilludropunum saman við og þeytið vel.

Blandið saman hveiti, kakó, salti og matarsóda. Bætið því út í eggjablönduna í litlum skömmtum til skiptis við súrmjólkina og kaffið.

Smyrjið þrjú 20 cm smelluform og skiptið deiginu á milli (mjög gott að vigta ofan í formin svo allir þrír botnarnir verði jafn stórir).

Bakið í u.þ.b. 35 mínútur eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn. Kælið botnana.

Bræðið saman rjómakúlur og rjóma, skiptið í 3 hluta. Leyfið karamellunni að kólna.

Þeytið smjörið (400 g) vel og lengi þar til það er orðið nánast alveg hvítt, mjög loftmikið og mjúkt. Bætið þá rjómaostinum og flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Þeytið þar til mjög loftmikið og silkimjúkt (u.þ.b. 4-5 mínútur), skiptið kreminu í 4 hluta.

Setjið fyrsta botninn á kökudisk (gott að setja smá krem undir til að festa kökuna) og setjið 1 hluta af kremi, passið að kremið sé aðeins hærra við brúnir kökunnar, setjið karamellusósuna ofan á kremið en ekki upp á krem kantana.

Endurtakið skref 8 fyrir næsta botn. Setjið svo efsta botninn á og hjúpið alla kökuna með restinni af kreminu.

Hellið restinni af karamellunni yfir kökuna og leyfið henni að leka örlítið meðfram hliðunum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

350 g smjör
450 g sykur
4 egg
1 msk vanilludropar 350 g hveiti
100 g Síríus kakóduft
1 1/2 tsk salt
2 tsk matarsódi
5 1/3 dl súrmjólk
1 dl sterkt kaffi
300 g Síríus rjómakúlur
1 1/2 dl rjómi
400 g smjör
100 g rjómaostur
1 kg flórsykur