Marengs afmælisstafur

MARENGS AFMÆLISSTAFUR

Fylltur með ljúffengum sælgætisrjóma

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

MARENGSSTAFUR

Forhitið ofninn í 130°C (blástur).
Stífþeytið eggjahvíturnar. Þegar froða byrjar að myndast í skálinni bætið sykrinum smám saman við ásamt lyftiduftinu og saltinu.
Sprautið marengsblöndunni á pappírsklædda ofnplötu ef útbúa á ákveðið form eins og til dæmis tölustaf eða mótið blönduna að vild með sleif.
Bakið botnana við 130°C í 90 mínútur.
Kælið botnana vel áður en þið setjið rjómafyllinguna á milli og ofan á kökuna.

 

RJÓMAFYLLING
Saxið rjómasúkkulaði.
Stífþeytið rjóma og jurtarjóma.
Bætið flórsykri, vanillusykri, söxuðu súkkulaði og Nóa Kroppinu saman við rjómann og blandið vel saman með sleif.
Skreytið kökuna með litríkum Síríus súkkulaðiperlum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

MARENGSSTAFUR - TVÖFÖLD UPPSKRIFT
8 stk eggjahvítur
400 g sykur
2 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi

 

RJÓMAFYLLING
500 ml rjómi
500 ml jurtarjómi*
3 tsk flórsykur
1 tsk vanillusykur
150 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
100 g Nóa Kropp
150 g Síríus súkkulaðiperlur til skrauts

 

*Jurtarjómi á móti hefðbundnum rjóma eykur stífleika og gerir það að verkum að blandan heldur sér betur. Jurtarjómi fæst í öllum helstu matvöruverslunum en honum má skipta út fyrir hefðbundinn rjóma sé þess óskað.