Marensterta með Trompi og jarðaberjum
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
BOTNAR
Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvítur og sykur mjög vel saman eða þar til blandan verður alveg stíf.
Skiptið marensinum í tvennt og mótið tvo 24 sm hringi á pappírsklæddri bökunarplötu.
Bakið botnana í miðjum ofni í eina klukkustund.
Lækkið þá hitann í 100°C og bakið í 30 mínútur í viðbót.
Látið botnana kólna alveg.
SKRAUT
Þeytið rjómann og blandið lakkrískurli saman við.
Dreifið helmingnum af rjómanum á milli botnanna og hinum helmingnum ofan á kökuna.
Skreytið með jarðarberjum og söxuðu Nóa Lakkrís Trompi.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
Botnar
4 eggjahvítur
200 g sykur
500 ml rjómi
2 pokar Nóa lakkrískurl
SKRAUT
Jarðarber
2 stk. Nóa Lakkrís Tromp, skorið í litla bita