Nóa Kropp ostakaka
Uppskrift
Leiðbeiningar
Myljið hafrakex og Nóa Kropp í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er
orðið að fínu mjöli.
Bræðið smjörið og blandið því saman við.
Takið smelluform, 24 cm í þvermál, setjið smjörpappír í botninn og lokið
forminu. Gott er að klippa renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar
formsins, og leggja upp að hliðunum líka.
Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu og setjið í frysti.
Hrærið rjómaostinn og blandið síðan flórsykrinum saman við.
Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna
með sleikju.
Brytjið helminginn af Nóa Kroppinu gróft niður og blandið svo öllu Nóa
Kroppinu saman við deigið. Hellið blöndunni í formið, sléttið toppinn og
setjið í frystinn. Best er að frysta kökuna yfir nótt.
Takið kökuna úr frystinum 1-2 tímum áður en hún er borin fram.
Bræðið varlega saman súkkulaði og rjóma, hrærið vel þangað til
súkkulaðisósa hefur myndast. Leyfið súkkulaðisósunni að kólna örlítið, setjið
í sprautupoka með mjóum stút og sprautið yfir kökuna, dreifið Nóa Kroppi yfir.
Innihaldsefni
KEXBOTN
100 g hafrakex
100 g Nóa Kropp
80 g smjör
OSTAKAKA
400 g rjómaostur
100 g flórsykur
500 ml þeyttur rjómi
200 g Nóa Kropp
SKRAUT
100 g Síríus suðusúkkulaði
50 ml rjómi
60 g Nóa Kropp