Pipp myntubrownie með rjóma

Pipp Myntubrownie Með Rjóma

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Brownie
Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í hringlaga bökunarform.

Bræðið Síríus Pralín súkkulaði með pippfyllingu yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg og setjið til hliðar.

Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

Bætið egg jum saman við, einu í senn, og hrærið.

Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál og setjið varlega saman við deigið ásamt brædda súkkulaðinu og sýrða rjómanum.

Bætið piparmyntudropum og heitu vatni saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Passið þó að hræra deigið ekki of mikið.

Setjið deigið í bökunarform og bakið í 30–35 mínútur eða þar til tannstöngull kemur nánast hreinn upp úr miðju kökunnar.

Kælið kökuna alveg áður en þið setjið rjómann ofan á.

 

Toppur
Þeytið rjóma og setjið ofan á kökuna.

Bræðið 100 g af Pralín súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt 2 msk af rjóma.

Hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.

Látið súkkulaðið kólna aðeins áður en það er sett yfir rjómann.

Slettið súkkulaðinu óreglulega yfir rjómann.

Grófsaxið 100 g af Pralín súkkulaði og setjið ofan á kökuna.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Botn
200 g Síríus Pralín súkkulaði með pippfyllingu
60 g smjör við stofuhita
200 g sykur
2 egg
130 g hveiti
1⁄2 tsk matarsódi
1⁄4 tsk sjávarsalt
60 g sýrður rjómi
120 ml soðið vatn
1 tsk piparmyntudropar

 

Toppur
1⁄2 lítri rjómi
200 g Síríus Pralín súkkulaði með pippfyllingu
2 msk rjómi