Pipp terta

Noi Bokunarbaeklingur 2020 11205 Copy

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

BOTNAR
Hitið ofninn í 180°C og smyrjið tvö 24 sm lausbotna form.

Blandið öllu saman í skál og hrærið vel í stutta stund.

Hellið deiginu í formin og bakið í 15–20 mínútur.

 

FYLLING
Þeytið saman smjör og flórsykur.

Saxið súkkulaðið og blandið því saman við.

Hrærið vel í kreminu og smyrjið því síðan á milli botnanna.

 

KREM
Setjið síróp í pott ásamt vatni og smjöri.

Látið suðuna koma upp og sjóðið í 2 1⁄2 mínútu.

Takið pottinn af hitanum. Brytjið súkkulaði saman við, hrærið og bætið piparmyntudropum út í.

Hellið kreminu yfir kökuna og látið hana standa í kæli á meðan kremið stífnar.

Skreytið með afganginum af pralín pipp súkkulaðinu.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

BOTNAR
3 dl hveiti
2 1⁄2 dl sykur 
1⁄2 dl kakó
2 tsk. lyftiduft 
1⁄2 tsk. matarsódi 
1 tsk. vanilludropar 100 g mjúkt smjör 
2 egg 
1 1⁄2 dl súrmjólk 
1⁄2 dl sterkt kaffi

 

FYLLING
150 g mjúkt smjör 
1 dl flórsykur 
160 g Síríus pralín súkkulaði með pippfyllingu

 


KREM
1 1⁄2 dl síróp 
1⁄2 dl vatn
1⁄2 bolli mjúkt smjör 
300 g Síríus suðusúkkulaði 
1 tsk. piparmyntudropar