Pistasíu súkkulaðibrownie

Linda Ben X Noi Sirius Agust 2024 1 2 683X1024
Bökunartími
15 mín
Undirbúningstími

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Fjarlægið steinana úr döðlunum.

Setjið döðlurnar í matvinnsluvél með valhnetunum, pekanhnetunum og pistasíuhnetunum. Maukið gróft.

Bætið kókosmjölinu út í ásamt kakódufti, bræddri kókosolíu, vanilludropum og salti, blandið saman við.

Setjið deigið í smjörpappírsklætt form sem er 15×25 cm eða sambærilega stórt og pressið það niður.

Bræðið suðusúkkulaðið og hellið því yfir deigið, sléttið úr súkkulaðinu. Skreytið með söxuðum pekanhnetum, pistastíuhnetum og trönuberjum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

250 g ferskar döðlur (þessar mjúku með steinunum)

60 g valhnetur

60 g pekanhnetur (+meira til að skreyta)

60 g pistasíuhnetur (+meira til að skreyta)

20 g kókosmjöl

2 msk síríus kakóduft

1 msk brædd kókosolía

1 ttsk vanilludropar

1/4 tsk salt (+meira til að skreyta)

100 g Síríus suðusúkkulaði

Nokkur trönuber til að skreyta (má sleppa)