Rice krispes kaka með saltkaramellu

Image00007

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Rice Krispies kaka

Bræðið saman súkkulaðinu og sýrópinu þar til að það eru engir bitar af súkkulaði eftir og blandan er meira fljótandi.

Takið síðan af hitanum of hrærið Rice Krispies við þar til að það sést ekkert súkkulaði sýróp í botninum.

Hellið síðan í hringlaga kökuform með bökunar pappír í botninum.

Þjappið blöndunni vel í formið og kælið síðan inn í ísskáp.

 

Saltkaramellu sósa

Setjið saman sykur og vatn í miðlungs pott og bræðið saman yfir lágum hita. Ekki hræra neitt í blöndunni en vaktið hana rosa vel.

Hægt og rólega á blandan að byrja að fá smá dekkri lit, lækkið enn meira í hitanum og um leið og karamellan verður gullinbrún þá á að hella rjóman útí í þremur skömmtum, og hrærið vel á milli.

Varist að karamellan frussist smá upp og gæti komið smá gufuský.

Bætið síðan við klípu af sjávarsalti og sjóðið í auka 3 mín.

Hellið síðan í eldfast mót og leyfið að kólna við stofu hita í ca 1-2 klst.

 

Samsetning

Þeytið rjóma og setjið til hliðar.

Losið Rice Krispies kökuna úr forminu og leggið á kökudisk.

Dreyfið saltkaramellusósunni yfir kökuna og smyrjið síðan rjómanum ofan á.

Dreifið smá kroppi yfir og nokkur jarðarber til skrauts.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Rice Krispies kaka

150 g Nóa Siríus suðusúkkulaði

500 g sýróp

300 - 500 g Rice Krispies

 

Saltkaramellu sósa

110 g sykur

60 g vatn

120 g rjómi

Klípa af salti

 

Samsetning

250 g þeyttur rjómi

Smá kropp

Jarðaber