Sara Bernhardt í ofnskúffu

Sara Bernhardt

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Möndlubotn
Malið möndlur í matvinnsluvél.

Blandið svo lyftidufti saman við möndlurnar.

Stífþeytið egg jahvítur og blandið sykrinum við í smáum skömmtum.

Þekið ofnskúffu (um það bil 30x40 cm) með bökunarpappír og dreifið deiginu jafnt í ofnskúffuna.

Bakið í miðjum 175°C heitum ofni í 20 mínútur.

Kælið botninn í um það bil 1⁄2 til 1 klukkustund.

 

Súkkulaðikrem
Þeytið smjör og flórsykur saman.

Þeytið egg jarauður saman við þar til verður úr mjúkt smjörkrem.

Þeytið að lokum saman við kakó og vanillusykur eða vanilludropa.

Smyrjið svo kreminu jafnt yfir botninn.

Athugið að mikilvægt er að botninn sé orðinn alveg kaldur þegar súkkulaðikreminu er dreift yfir.

Kælið vel í um 1 klukkustund.

 

Súkkulaðiglassúr
Bræðið smjörið og súkkulaðið saman.

Dreifið blöndunni svo yfir kalda kökuna í þunnu lagi.

Kælið. Skerið að lokum í bita eftir smekk.

Geymist vel í frysti.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Möndlubotn
400 g möndlur
400 g sykur
4 tsk lyftiduft
6 eggjahvítur

 

Súkkulaðikrem
250 g smjör
200 g flórsykur
6 eggjarauður
4 tsk Síríus kakóduft
2 tsk vanillusykur eða vanilludropar

 

Súkkulaðiglassúr
200 g Síríus suðusúkkulaði
2 msk smjör