Súkkulaði espressó marengsrúlla

Súkkulaði Espressó Marengsrúlla

Dásamlega góð súkkulaði espresso marensrúllutertu eftir Lindu Ben

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.

Blandið saman sykrinum og kornsterkjunni, leggið til hliðar.

Setjið eggjahvíturnar í skál ásamt cream of tartar, byrjið að þeyta. Þegar eggjahvíturnar byrja að freyða setjið þá sykurblönduna í nokkrum skömmtum út í og þeytið svo áfram þar til mjúkir toppar hafa myndast.

Setjið þá instant kaffi í skál og setjið 1 tsk vatn út í og hrærið saman þar til kaffið er uppleyst (verður þykkt). Hellið kaffinu og vanilludropunum út í marengsinn og þeytið þar til stífir toppar hafa myndast.

Setjið smjörpappír á ofnplötu og setjið eggjahvíturnar á smjörpappírinn. Sléttið úr með spaða þar til kakan er orðin u.þ.b. 25×35 cm stór.

Bakið í 30 mín og takið út úr ofninum og leyfið honum að kólna.

Setjið 100 ml (1 dl) rjóma í pott og setjið suðusúkkulaðið út í, bræðið og hrærið saman þar til samlagað. Leyfið blöndunni að kólna aðeins.

Þeytið 400 rjóma létt, hellið helmingnum af súkkulaðiblöndunni út í og klárið að þeyta rjómann.

Setjið smjörpappír á borðið sem er aðeins stærri en marengsinn. Hvolfið marengsnum á nýja smjörpappírinn og takið gamla smjörpappírinn í burtu.

Smyrjið þeytta rjómanum á marengsinn, skerið jarðaber og dreifið þeim yfir ásamt nánast öllu Nóa Kroppinu (skiljið smá eftir til að skreyta kökuna með.

Rúllið rúllutertunni upp frá langhliðinni, byrjið á því að rúlla litlum hluta þétt upp (notið smjörpappírinn til að hjálpa ykkur) og rúllið svo restinni upp.

Komið rúllutertunni fyrir á bakka og setjið restina af súkkulaðiblöndunni ofan á hana. Skreytið með restinni af Nóa Kroppinu.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

5 eggjahvítur

1/4 tsk cream of tartar

300g sykur

30g kornsterkja (maizenamjöl)

1 msk instant kaffi

1 tsk vatn

1 tsk vanilludropar

500ml rjómi (skipt í 300 ml og 100 ml)

200g Síríus suðusúkkulaði

250g jarðaber

200g Nóa Kropp