Súkkulaði kransakaka

LF Rice Krispies Turnn 1 1080X608

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Gott er að byrja á því að taka til í frystinum og vera viss um að það sé nóg pláss til að geta lagt öll kransakökuformin slétt inn í fyrstinn.

Setjð 145 g smjör smjör og 400 g síróp í pott og hitið rólega þar til smjörið hefur bráðnað saman við, slökkvið undir pottinum.

Setjið þá 600 g suðusúkkuði út í pottinn og hrærið saman við þar til súkkulaðið hefur bráðnað.

Setjið 330 g Rice krispies í skál og hellið súkkulaðiblöndunni út í skálina, veltið öllu saman þar til súkkulaðið hefur hjúpað Rice krispiesið.

Leggið plastfilmu yfir öll kransakökuformin.

Setjið Rice krispies blönduna á ysta hring og innsta hring formsins.

Mér finnst best að fara í einnota hanska hér og skipta blöndunni nokkuð gróflega á milli allra hringanna.

Þegar ég er búin að skipta blöndunni u.þ.b. rétt á milli þá byrja ég að gera hringina fallega.

Pressa þá blöndunni niður í hringina og mynda nokkuð fallega og kúfaða hringi.

Stundum þarf ég að taka af einum hring sem er með of miklu efni og færa yfir á annan hring sem er ekki með eins mikið efni til að ná þeim öllum álíka þykkum.

Þegar ég hef gert þá alla jafn þykka, legg ég smjörpappír yfir og pressa þá létt með skurðabretti til að þeir séu allir jafn sléttir.

Passið bara að fara varlega því við viljum ekki klessa þá um of niður.

Setjið svo formin strax í frysti.

Á meðan hringirnir eru að kólna gerum við blönduna fyrir miðju hringina.

Gerið þá skref nr.2 og 3. aftur nema setjið núna 75 g smjör, 200 g síróp, 300 g súkkulaði og 170 g Rice Krispies.

Takið tilbúnu frosnu kransakökuhringina af formunum og geymið í frysti án formanna.

Ég er með frystikistu heima og mér finnst gott að setja alla hringina á smjörpappírsklædda ofnskúffu og raða hringunum á hana með smjörpappír á milli hvers hrings.

Svo set ég plastfilmu yfir.

Klæðið aftur kransakökufromin með plastfilmu og gerið núna miðju hringina eins og í skrefi 4.

Geymið í frysti þar til þið eruð tilbúin að setja kökuna saman.

Takið hringina alla í frysti og raðíð í stærðarröð á borð.

Bræðið örlítið suðusúkkulaði og setjið á kökudisk undir stærsta hringinn svo hann festist á kökudiskinn.

Setjið svo örlítið brætt súkkulaði á stærsta hringinn og næsta stærsta ofan á hann,  endurtakið svo þar til öllum hringjunum hefur verið staflað saman í stærðarröð frá þeim stærsta og minnsti efst.

Passið að taka eitt skref reglulega frá á meðan þið eruð að stafna turninn til að sjá hvort hann sé ekki alveg örugglega beinn frá öllum hliðum.

Skreytið kransakökuna eins og ykkur þykir fallegt. 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

900 g Síríus suðusúkkulaði (+50 g)

220 g smjör

600 g síróp (í grænu dollunum)

500 g Rice Krispies