Súkkulaðikaka með saltkaramellu fyllingu

Súkkulaðikaka 3

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Súkkulaðikaka
Aðferð:
Hitið ofninn á 180 C og smyrjið 2-3 hringlaga kökuform með smjöri eða olíu og bökunar pappírs skífu í botninn.
Hrærið saman öll þurrefnin saman í stórri skál og setjið til hliðar.
Hrærið saman öll blaut efnin í minni skál.
Hrærið síðan blaut efnin saman við þurrefnin og hrærið þar til að það eru engir kekkir af hveiti eftir.
Skammtið deiginu á milli formana og bakið í 18-25 mín.
Leyfið kökunum aðeins að kólna í formunum í 5-10 mín og hvolfið síðan kökunum varlega úr formunum og leyfið alveg að kólna.

 

Rjómakúlusósa
Aðferð:
Bræðið saman rjómakúlum og rjóma í potti yfir miðlungs hita. Passið að hræra stöðugt svo að ekkert brenni í botninum.
Hellið síðan sósunni í skál og setjið til hliðar til að kólna.

 

Krem
Aðferð: 
Þeytið saman flórsykri og smjöri saman í hrærivél eða með handþeytara í u.þ.b 5-10 mín eða þar til létt og ljóst.
Bætið síðan við kakói, salti og kaffinu og hrærið varlega við. Leggið svo til hliðar.

 

Samsetning
Aðferð: 
Skerið saltkaramellu rjómasúkkulaðið í minni bita og leggið til hliðar.
Byrjið á því að skera kúpta toppinn af kökunum.
Leggið síðan fyrstu kökuna á kökudisk og dreifið kremi jafnt yfir.
Hellið síðan smá af rjómakúlu sósunni ofan á og dreifið saltkaramellu rjómasúkkulaði bitunum yfir.
Leggið síðan næsta lag af köku og endurtakið.
Dreifið síðan kremi upp allar hliðar og skreytið síðan að eigin vild.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Súkkulaðikaka
260g hveiti
400g sykur
75g Nóa Siríus kakó
2 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
240g kalt kaffi
255g súrmjólk
110g olía
2 egg
2 tsk vanilludropar


Rjómakúlu sósa
100 g rjómi
150 g rjómakúlur

 

Súkkulaði krem
500 g flórsykur
500 g smjör
50 g kaffi
50 g kakó
1/2 tsk salt


Samsetning
Rjómasúkkulaðið með karamellu kurli og sjávarsalti 150g