Kahlua trufflur með rjómasúkkulaðihjúp
Uppskrift
Leiðbeiningar
Saxið súkkulaðið og setjið í hitaþolna skál.
Setjið rjóma, kaffilíkjör, kaffiduft og smjör saman í lítinn pott og hitið að suðu.
Hellið yfir súkkulaðið og látið standa í 1 mín.
Hrærið saman og kælið yfir nótt.
Takið skálina úr kæli og mótið litlar kúlur.
Athugið að það þarf að vinna það svolítið hratt þar sem fyllingin gæti verið fljót að bráðna, raðið kúlunum á plötu klædda bökunarpappír
Bræðið rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði, temprið súkkulaðið.
Dýfið hverri kúlu í súkkulaðið, mér finnst best að nota 2 litla gaffla í verkið.
Látið sem mest af súkkulaði leka af áður en kúlan er sett á bökunarpappírinn.
Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
Dreifið óreglulega yfir hverja kúlu og skreytið með einni kaffibaun.
Geymist í kæli.
Innihaldsefni
250g suðusúkkulaði
120ml rjómi
2 msk Kahlua kaffilíkjör
1 tsk instant kaffiduft
1 msk smjör
250g rjómasúkkulaði
50g suðusúkkulaði
kaffibaunir