Biscotti með hvítu súkkulaði
Uppskrift
Leiðbeiningar
Ristið möndlurnar í nokkrar mínútur á vel heitri pönnu.
Látið kólna og saxið gróft.
Blandið öllum hráefnunum, nema rjómasúkkulaðinu, vel saman.
Hnoðið hveiti upp í deigið á borði, þangað til það klessist ekki við.
Mótið tvær lengjur (aðeins kúptar) og bakið á bökunarpappírsklæddri ofnplötu um 25 mínútur í 175°C heitum ofni eða þar til þær eru ljósgylltar.
Takið úr ofninum og látið kólna í um 10 mínútur.
Skerið í sneiðar, raðið á bökunarpappír og bakið í um 10 mínútur.
Snúið kökunum þá við og bakið í aðrar 10 mínútur.
Kælið kökurnar.
Bræðið Síríus rjómasúkkulaðið í vatnsbaði og dýfið einum þriðja af hverri sneið í súkkulaðið.
Látið kólna á bökunarpappír.
Innihaldsefni
3 dl heilar möndlur með hýði
7 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
3 egg
1 bolli sykur
1⁄2 bolli pistasíur
1⁄4 bolli sítrónubörkur
1⁄23 tsk salt
100 g Síríus rjómasúkkulaði