Brownie smákökur fylltar með karamellu

Brownie Smákökur Fylltar Með Karamellu

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Bræðið varlega saman smjör, rjómasúkkulaði og suðusúkkulaði í potti. Byrjið á að bræða smjörið, slökkvið undir og brjótið svo súkkulaðið út í, hrærið þar til bráðnað.

Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst, bætið vanilludropunum út í.

Bætið því næst súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleikju.

Blandið saman hveiti, kakó, matarsóda og salti. Blandið því varlega saman við eggjablönduna með sleikju.

Setjið deigið í ísskáp og kælið í 1-2 klst (eða yfir nótt).

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.

Takið deigið út úr ísskápnum og búið til 1 msk kúlur úr því, setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu og setjið 1 rjómakúlu í miðjuna. Passið að hafa gott pláss á milli smákakanna á ofnplötunni þar sem þær fletjast mikið út.

Bakið í 10-14 mínútur eða þar til endarnir á kökunum eru byrjaðir að harðna.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

85 g smjör
100 g Síríus hreint rjómasúkkulaði
300 g Síríus suðusúkkulaði
3 egg
100 g sykur
2 tsk vanilludropar
100 g hveiti
15 g Síríus kakóduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
Síríus rjómakúlur