Kanilkökur með súkkulaðibitum og pekanhnetum
Uppskrift
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið vel.
Blandið hveiti, kanil, salti, matarsóda og lyftidufti saman í skál og bætið því rólega saman við.
Grófsaxið súkkulaði og pekanhnetur.
Setjið 100 g af súkkulaði saman við deigið ásamt pekanhnetunum.
Myndið jafnstórar kúlur úr deiginu (u.þ.b. 1 msk) og raðið með jöfnu millibili á bökunarplöturnar.
Setjið restina af grófsaxaða súkkulaðinu ofan á hverja köku fyrir sig (það er þó í lagi að setja allt súkkulaðið út í deigið í einu).
Bakið í 8-10 mínútur.
Leyfið kökunum að jafna sig og kólna aðeins áður en þið takið þær af plötunni.
Innihaldsefni
140 g smjör við stofuhita
100 g ljós púðursykur
100 g sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
200 g hveiti
2 1⁄2 tsk kanill
1⁄2 tsk sjávarsalt
1⁄2 tsk matarsódi
1⁄2 tsk lyftiduft
150 g Síríus suðusúkkulaði
100 g pekanhnetur