Karamellu smákökur

Karamellu Smakokur 7 1024X1536

Uppskrift eftir Jón Fannar framleiðslustjóra Nóa Síríus, kökurnar sigruðu í uppskriftarkeppni á meðal starfsmanna Nóa Síríus

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Bræðið smjörið. Blandið síðan sykri, púðursykri, salti og smjörinu saman þannig að engir kekkir séu í blöndunni.

Bætið eggi og vanilludropum við og hrærið vel.

Sigtið hveiti og matarsóda við blönduna og hrærið saman við með sleikju.

Bætið karmellukurlinu og hvítu dropunum saman við blönduna og blandið saman með sleikju.

Geymið deigið í um klukkustund í kæli áður en kökurnar eru bakaðar. Einnig er í lagi að geyma það í kæli yfir nótt.

Hitið ofninn í 180°C.   

Mótið kúlur með kúptri matskeið af deigi og raðið með góðu bili á milli á bökunarplötu.

Bakið kökurnar í 8-10 mínútur í miðjum ofni.

Gott er að taka glas og leggja yfir hverja köku um leið og þær koma úr ofninum og snúa í hringi á bökunarplötunni til að jafna lögunina á kökunum.

Látið kökurnar síðan kólna áður en þær eru bornar fram.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

100 g sykur

165 g púðursykur

115 g brætt smjör

1 tsk. salt

1 egg

1 tsk. vanilludropar

155 g hveiti

½ tsk. matarsódi

120 g Síríus karamellukurl

120 g Síríus hvítir dropar