Karamellusmákökur með hvítu súkkulaði

Karamellusmákökur Með Hvítu Súkkulaði

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Kveikið á ofninum og stillið á 180°C með undir- og yfirhita.
Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.
Bætið eggjunum út í, einu í einu.

Bætið vanilludropunum út í.

Blandið saman hveiti, matarsóda og salti, bætið því svo út í eggjablönduna.

Bætið hvíta súkkulaðinu og karamellukurlinu saman við með sleikju.

Setjið deigið inn í ísskáp og kælið í 2 klst.

Myndið kúlur úr 1 msk af deigi, setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu með góðu millibili og bakið inni í ofni í u.þ.b. 10-13 mínútur eða þar til brúnirnar eru byrjaðar að dökkna.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

230 g mjúkt smjör
100 g sykur
200 g púðursykur
2 egg
2 tsk vanilludropar
250 g hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
150 g Síríus karamellukurl