Kókostoppar

Kókostoppar

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Þeytið egg og sykur saman.

Bætið kókosmjöli, vanillusykri, rjómasúkkulaði og appelsínuberki vel saman við með sleif.

Setjið deigið á plötu með teskeið.

Bakið í 180°C heitum ofni í 10-12 mínútur.

Takið úr ofni og leyfið að kólna.

Bræðið Konsum súkkulaði, dýfið neðsta hluta kókostoppanna ofan í súkkulaðið og setjið á ofnplötu með smjörpappír þar til súkkulaðið hefur harðnað.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

2 egg
2 dl sykur
5-6 dl kókosmjöl
1 tsk vanillusykur
50 g Síríus rjómasúkkulaði, saxað
50 g appelsínubörkur, rifinn
150 g Síríus rjómasúkkulaði dropar, bræddir