Nóa Kropps Lakkrístoppar
Bökunartími
20 mín
Undirbúningstími
10 mín
Lakkrístopparnir eru einstakir og hjá mörgum ómissandi í undirbúningi jólanna. Prófaðu þessa nýju uppskrift frá Lindu Ben þar sem Nóa Smá Kroppi er bætt við í hina sígildu toppa uppskrift.
Uppskrift
Leiðbeiningar
Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita.
Þeytið eggjahvíturar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar.
Bætið súkkulaðinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju.
Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum.
Bakið í u.þ.b. 19-20 mín (tími fer mikið eftir stærð toppanna, prófið að taka einn topp út eftir 19 mín og ef hann er ennþá mjög mjúkur, bakið þá aðeins lengur.
Innihaldsefni
3 eggjahvítur
200 g púðursykur
150 g Nóa smákropp
150 g Eitt sett lakkrískurl