Smábitakökur með karamellusúkkulaði
Uppskrift
Leiðbeiningar
Forhitið ofninn í 180°C (blástur).
Þeytið saman smjör, sykur og egg þar til blandan er létt og ljós.
Blandið þurrefnum ásamt vanilludropum saman við og þeytið.
Gott er að stoppa einu sinni til tvisvar og skafa meðfram hliðum svo allt blandist vel saman.
Saxið súkkulaðið mjög vel og bætið þeim ásamt karamellukurli út í deigið með sleikju.
Gott er að nota tvær matskeiðar til þess að móta kökurnar.
Setjið þær á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í 1012 mínútur.
Bræðið 50 g af suðusúkkulaði yfir vatnsbaði
Flott er að saxa saltkaramellu súkkulaðið og sáldra yfir kökurnar þegar þær eru tilbúnar.
Innihaldsefni
2 egg
230 g smjör
400 g sykur
3 tsk vanilludropar
320 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
150 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
100 g Síríus karamellukurl
50 g Síríus suðusúkkulaði til að skreyta