Sörur

Sörur

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

BOTN
Forhitið ofninn í 180°C.

Hakkið herslihneturnar og möndlurnar í matvinnsluvél.

Stífþeytið eggjahvítur.

Blandið hnetunum og flórsykrinum varlega samanm við eggjahvíturnar með sleikju.

Mótið kökurnar með teskeið og setjið á pappírsklædda ofnplötu.

Bakið í 10-12 mínútur.

 

KREM
Þeytið eggjarauðurnar.

Hitið vatn og sykur þar til það þykknar og verður að sírópi.

Hellið sírópinu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og haldið áfram að þeyta.

Skerið smjörið í teninga og bætið út í.

Næsta skref er að bæta kakói, vanillu og kaffi út í kremið.

Þeytið í svolitla stund eða þar til kremið verður silkimjúkt.

Kælið kremið áður en þið setjið það á kökurnar.

Gott er að sprauta kreminu á kökurnar með sprautupoka eða nota teskeiðar til þess að smyrja kreminu á þær.

Það er smekksatriði hversu mikið af kremi fer á kökurnar.

Kælið kökurnar mjög vel (helst í frysti) áður en þær eru hjúpaðar með suðusúkkulaði.

 

HJÚPUR
Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði.

Gott er að tempra súkkulaðið með því að bræða ¾ fyrst og blanda svo ¼ út í og hræra.

Dýfið kremhlutanum á sörunum ofan í súkkulaðið.

Gott er að geyma kökurnar í frysti.

Takið þær út með smá fyrirvara áður en þið berið þær fram.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

BOTN
4 eggjahvítur
150 g möndlur
100 g heslihnetur
230 g flórsykur

 

KREM
4 eggjarauður
1 dl vatn
130 g sykur
250 g smjör, við stofuhita
2–3 msk Síríus kakóduft
1 tsk vanilla
1 msk sterkt uppáhellt kaffi

 

HJÚPUR
300 g Síríus suðusúkkulaði